Íslandsmótið í golfi á Akureyri 2021

Mynd með færslu
 Mynd: GSI

Íslandsmótið í golfi á Akureyri 2021

04.09.2020 - 16:00
Golfsamband Íslands hefur ákveðið að Íslandsmótið í golfi 2021 fari fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Þetta er í 18. sinn sem mótið er á Jaðarsvelli en síðast fór það fram þar árið 2016.

Mótið er haldið í samstarfi Golfsambandsins og Golfklúbbs Akureyrar. Á næsta ári verður keppt um Íslandsmeistaratitil karla í 80. sinn og í 55. sinn í kvennaflokki. Fyrst var keppt í karlaflokki árið 1942, sama ár og GSÍ var stofnað, og í kvennaflokki árið 1967.

Síðast þegar mótið fór fram á Akureyri varð það sögulegt. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir setti mótsmet þegar hún lék á 11 höggum undir pari og stendur það met enn. Þetta reyndist þriðji Íslandsmeistaratitill hennar. Birgir Leifur Hafþórsson vann í karlaflokki og var það sjöundi titill hans.