Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Greindu merki um líf mánuði eftir sprenginguna

04.09.2020 - 09:34
Erlent · Asía · Líbanon
epa08644283 Rescue team from Chile work with Lebanese civil defense in a rescue mission after a scanner and a sniffer dog from the rescue team detected that there might be a survivor under the rubble at Mar Mikhael area in Beirut, Lebanon, 03 September 2020. According to Lebanese Health Ministry, at least 190 people were killed, and more than six thousand injured in the Beirut blast that devastated the port area on 04 August and believed to have been caused by an estimated 2,750 tons of ammonium nitrate stored in a warehouse.  EPA-EFE/WAEL HAMZEH
Björgunarsveit frá Chile við leit í rústunum í Beirút. Mynd: EPA-EFE - EPA
Björgunarsveit frá Chile segist hafa greint merki um líf í rústum húss sem hrundi þegar sprenging lagði i rúst stórt svæði í Beirút, höfuðborg Líbanons, fyrir mánuði. Sérstakur nemi hafi greint hjartslátt í rústunum í fyrradag. Farið var á leita þar á ný í gær.

Fleiri en tvö hundruð fórust þegar hátt í þrjú þúsund tonn af ammoníum nítrati sprungu á hafnarsvæðinu í Beirút 4. ágúst. Um 300.000 misstu heimili sín í sprengingunni. Í gær greindi líbanski herinn frá því að fundist hefðu ríflega fjögur tonn af ammóníum nítrati í gámum skammt frá höfninni í Beirút.