Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fundað í NATÓ vegna Navalny málsins

04.09.2020 - 06:26
epa07879914 The Russian opposition's mayoral candidate Alexei Navalny  attends an opposition rally in support of political prisoners in Moscow, Russia, 29 September 2019. Some 20,000 people reportedly attended the rally in Moscow demanding the release of previously detained protesters.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE - EPA
Boðað hefur verið til sérstaks fundar innan Atlantshafsbandalagsins vegna Navalny málsins. Að honum loknum hefur Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri boðað til blaðamannafundar.

Vestrænir leiðtogar hafa kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í Kreml eftir að í ljós kom að óyggjandi vísbendingar séu fyrir því að eitrað hefði verið fyrir Alexei Navalny helsta andstæðingi Pútíns Rússlandsforseta.

Jafnframt hafa leiðtogarnir hótað Rússum refsiaðgerðum vegna málsins aðstoði þeir ekki við rannsókn þess.

Rússneskir ráðamenn þvertaka fyrir að eitrað hafi verið fyrir Navalny og engin ástæða sé að kenna Rússum um afdrif hans.