Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur gefið út auglýsingu um að rýmri samkomutakmarkanir taki gildi mánudaginn 7. september. Þá mega koma saman 200 í stað 100 og tveggja metra nálægðarreglu verður breytt í eins metra nálægðarreglu. Hingað til hefur eins metra nálægðarregla gilt í framhalds- og háskólum. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sem Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sendi Svandísi á miðvikudag.