Síðdegis í dag og í kvöld taka gildi gular veðurviðvaranir á Miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum vegna mikils hvassviðris. Í kvöld tekur svo gildi appelsínugul viðvörun á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Í fyrramálið bætist við gul viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra. Svo lægir smám saman á morgun.