Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hríðar

03.09.2020 - 11:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðan hríðar sem gert er ráð fyrir að gangi yfir landið seinna í dag og á morgun. Yfirlýsingin er í samráði við lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi.

„Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.