Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Frakkar hyggjast skapa 160 þúsund ný störf

epa08432461 French government "deconfinement" coordinator Jean Castex leaves after a videoconference with the French President and French mayors at the Elysee Palace in Paris after the country began a gradual end to the nationwide lockdown following the coronavirus disease (COVID-19) outbreak in France, 19 May 2020.  EPA-EFE/GONZALO FUENTES / POOL  MAXPPP OUT
 Mynd: EPA-EFE - Reuters
Franska ríkisstjórnin hyggst grípa til aðgerða þannig að til verði 160 þúsund ný störf í landinu á næsta ári.

Jean Castex forsætisráðherra lýsti þessu yfir í morgun en efnahagur Frakklands hefur orðið illa úti í kórónuveirufaraldrinum.

Um 100 milljörðum evra, jafngildi um 16.500 milljörðum íslenskra króna, verður varið í viðbrögð við ástandinu sem faraldurinn hefur skapað. Sú fjárhæð er fjórfalt það sem Frakkar vörðu til uppbyggingar eftir efnahagshrunið 2008 og nemur um þriðjungi fjárlaga ársins 2021.

Bæði er um bein fjárframlög og skattaívilnanir að ræða. Að sögn Castex forsætisráðherra er meginmarkið áætlunarinnar að endurlífga efnahagskerfi landsins og draga úr atvinnuleysi, sem hefur aukist verulega í faraldrinum.

Þessi ákvörðun frönsku ríkisstjórnarinnar er óháð 750 milljarða evra endurreisnaráætlun Evrópusambandsins sem ákveðin var á hatrömmum og löngum hitafundi í júlí síðastliðnum.