Fellibylurinn Nana kominn yfir Belís

03.09.2020 - 08:33
This satellite image released by the National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA) shows Tropical Storm Nana approaching Belize, Wednesday, Sept. 2, 2020. The storm is expected to strengthen throughout the day and make landfall in Belize as a hurricane late Wednesday or early Thursday. (NOAA via AP)
Fellibylurinn Nana. Mynd: ASSOCIATED PRESS - NOAA
Fellibylurinn Nana kom upp að ströndum Belís í morgun og er óttast að hann valdi þar talsverðu tjóni, sem og í grannríkjunum Gvatemala, El Salvador og Hondúras.

Mikil úrkoma fylgir fellibylnum og mikil hætta talin á flóðum og aurskriðum. Þá telja yfirvöld í Belís hættu á að vatnsveita og raforkukerfi landsins fari úr skorðum í óveðrinu. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi