Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Trump segir mótmæli í Kenosha vera innanlandshryðjuverk

epaselect epa08640183 Protestors for and against US President Donald J. Trump confront each other in Kenosha, Wisconsin, USA, 01 September 2020. According to reports Jacob Blake, a black man, was shot by a Kenosha police officer or officers on 23 August setting off protests and unrest. Blake was taken by air ambulance to a Milwaukee, Wisconsin hospital and protests started after a video of the incident was posted on social media.  EPA-EFE/TANNEN MAURY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
„Hér fara ekki fram friðsamleg mótmæli heldur eru þetta skýru dæmi um innanlands-hryðjuverk." Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í heimsókn sinni til borgarinnar Kenosha í Wisconsin.

Þar hafa verið uppi hörð mótmæli eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake í bakið þann 23. ágúst síðastliðinn. Tveir hafa látist í mótmælunum.

Fólksfjöldi safnaðast beggja vegna gatna sem bílalest forsetans fór um. Öðru megin stuðningsfólk hans og hinu megin áhangandendur Black Lives Matter hreyfingarinnar. Mikil spenna var í loftinu og hvor fylking hrópaði ókvæðisorð að hinni.

Borgarstjórinn í Kenosha og ríkisstjóri Wisconsin, báðir Demókratar, lögðu fast að forsetanum að láta ekki verða af heimsókn til borgarinnar.  Hann hafði það engu.  Trump hafði gefið í skyn að hann myndi heimsækja fjölskyldu Blakes en af því virðist ekki hafa orðið.