Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

„Það er bóluefni á leiðinni“

02.09.2020 - 08:29
Mynd: RÚV / RÚV
Um 200 bóluefni við COVID-19 eru í þróun og vinna við tíu þeirra er komin mjög langt. Þetta segir  Ásgeir Haraldsson prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands.  

Ásgeir var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun þar sem hann ræddi stöðuna í leit að bóluefni við Covid 19, bólusetningar við inflúensu og öðru og veturinn framundan 

Ásgeir sagði að um væri að ræða mjög flókið og snúið ferli. „Heimurinn er að bíða eftir bóluefni við COVID-19. Það er hrikalega áhugavert og mjög spennadi og það sem er mjög ánægjulegt er að það eru nokkur bóluefni nú þegar í lokastigsrannsóknum, svokölluðum þriggja fasa rannsóknum og það eru bundnar töluverðar vonir við það. “

Í ljósi þessa sagði Ásgeir fyllstu ástæðu til bjartsýni. „Það er bóluefni á leiðinni og kannski ekki nema nokkrir mánuðir í að það komi smátt og smátt á markað.“

Ásgeir segir  að ef tilraunir gangi vel verði farið í það sem kallist Fasa 1 rannsóknir þar sem lítill hópur sé skoðaður og meðal annars fylgst vel með svörun ónæmiskerfisins og hugsanlegum aukaverkunum. Gangi þær vel sé farið í Fasa 2 þar sem stærri hópur sé bólusettur og skammtastærð fundin út. Gangi þær vel er farið í 3. fasa rannsóknir og þegar þeim lýkur er metið hvort bóluefnið hafi veitt vörn. “

„Þegar þetta er komið er hægt að skrá lyfið,“ sagði Ásgeir.
 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir