Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Réttarhöld hafin vegna árásar á Charlie Hebdo

02.09.2020 - 08:32
epa08640729 A woman looks at a paintings depicting Charlie Hebdo's killed cartoonists by French street artist Christian Guemy, outside the satirical newspaper Charlie Hebdo's former office, in Paris, France, 02 September 2020. The Charlie Hebdo terror attack trial will be held from 02 September to 10 November 2020. The Charlie Hebdo terrorist attacks in Paris happened on 07 January 2015, with the storming of armed Islamist extremists of the satirical newspaper, starting three days of terror in the French capital.  EPA-EFE/Mohammed Badra
Mynd af þeim sé létu lífið í árásinni þar sem áður voru skrifstofur Charlie Hebdo. Mynd: EPA-EFE - EPA
Í morgun hófust í París réttarhöld yfir mönnum sem sakaðir eru um aðild að árásinni á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og verslun í eigu gyðinga í austurhluta borgarinnar í janúar 2015. Sautján létu lífið í árásunum tveimur.

Sjálfir árásarmennirnir voru drepnir af lögreglu, en fjórtán hafa verið ákærðir fyrir aðild að ódæðisverkunum.

Einungis ellefu verða viðstaddir réttarhöldin, en þrír fóru til Sýrlands nokkru fyrir árásirnar á yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, sem lýstu árásunum á hendur sér. Ekkert er vitað um afdrif þeirra.

Búist er við að réttarhöldin standi í tvo og hálfan mánuð. Charlie Hebdo endurbirti í gær skopmyndir af spámanninum Múhameð sem urðu kveikjan að árásunum.