Mynd af þeim sé létu lífið í árásinni þar sem áður voru skrifstofur Charlie Hebdo. Mynd: EPA-EFE - EPA
Í morgun hófust í París réttarhöld yfir mönnum sem sakaðir eru um aðild að árásinni á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og verslun í eigu gyðinga í austurhluta borgarinnar í janúar 2015. Sautján létu lífið í árásunum tveimur.
Sjálfir árásarmennirnir voru drepnir af lögreglu, en fjórtán hafa verið ákærðir fyrir aðild að ódæðisverkunum.
Einungis ellefu verða viðstaddir réttarhöldin, en þrír fóru til Sýrlands nokkru fyrir árásirnar á yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, sem lýstu árásunum á hendur sér. Ekkert er vitað um afdrif þeirra.
Búist er við að réttarhöldin standi í tvo og hálfan mánuð. Charlie Hebdo endurbirti í gær skopmyndir af spámanninum Múhameð sem urðu kveikjan að árásunum.