Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Berlusconi með kórónuveiruna

02.09.2020 - 17:32
Mynd með færslu
Silvio Berlusconi. Mynd:
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá talsmanni hans.

Fram kemur að Berlusconi, sem er 83 ára, sé í einangrun á heimili sínu í nágrenni Mílanó. Þrátt fyrir veikindin tekur hann þátt í kosningabaráttu vegna sveitarstjórnarkosninga sem framundan eru í landinu.

Berlusconi var forsætisráðherra í fjórum ríkisstjórnum á árunum 1994 til 2011 og formaður stjórnmálaflokksins Forza Italia, sem hann stofnaði utan um eigin framboð. Áður starfrækti hann fjölmiðlaveldi og hefur verið einn efnaðasti maður Ítalíu um árabil.