
Bankarnir kaupa í Icelandair fyrir allt að 6 milljarða
„Endanleg fjárhæð sölutryggingar mun skiptast jafnt milli bankanna. Samningurinn er háður því skilyrði að áskriftir fjárfesta nái að lágmarki 14 milljörðum króna í útboðinu. Frekari upplýsingar munu verða gerðar aðgengilegar í skráningarlýsingu Icelandair Group sem birt verður í aðdraganda útboðsins,“ segir í tilkynningunni.
Hlutafjárútboð félagsins hefst að morgni 14. september og lýkur síðdegis 15. september. Áætlað er að safna 20 milljörðum króna í nýju hlutafé og jafnvel allt að 23 milljörðum verði eftirspurn mikil.
Samkvæmt frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra getur ríkið ábyrgst 15 milljarða af ríflega 16 milljarða króna lánalínu til Icelandair, að uppfylltum ýmsum skilyrðum, meðal annars því að fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins klárist.