Svíar hyggjast hefja bólusetningar í ársbyrjun 2021

31.08.2020 - 17:18
Mynd:  / 
Svíar vonast til að geta hafið bólusetningar gegn kórónuveirunni á fyrsta fjórðungi næsta árs. Þetta kom fram á blaðamannafundi sænsku ríkisstjórnarinnar og heilbrigðisyfirvalda í dag. Lena Hallengren, félagsmálaráðherra Svíþjóðar, sagðist ekki vita hvaða bóluefni væri hægt að nota né hversu mikill árangur yrði að bólusetningunni.

Eldra fólk í forgangi

Hallengren sagði hins vegar að forgangsröðunin væri á hreinu, 

Þeir sem eru sjötugir og eldri og aðrir sem eru í áhættuhópum verða í forgangi.

Hallgenren bætti við að starfsfólk á vistheimilum og í heilbrigðisþjónustu yrðu líka í forgangshópnum. Alls væri um að ræða rúmlega 2,6 milljónir manna í Svíþjóð.

 

 

bogia's picture
Bogi Ágústsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi