
Öllum 68 starfsmönnum Herjólfs ohf. sagt upp
Fundað hafi verið um aðgerðir til að reyna að takmarka tjón félagsins í ágúst og hófst ferli að hópuppsögnum allra starfsmanna félagsins í samræmi við lög um hópuppsagnir þann 20. ágúst. Starfsmönnum var tilkynnt um uppsagnirnar á fundi í dag.
Hann segir að gera megi ráð fyrir að halli af rekstri félagsins í árslok verið um 400 milljónir króna. Stjórn félagsins telur að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning við ríkið um siglingar milli Eyja og lands og hefur gert kröfu á ríkið sem nemur þeirri upphæð.
„Það sem gerir útslagið eru áhrifin af kórónuveirufaraldirnum og þær sértekjur sem við þurfum til að geta staðið undir reksturinum á þeim forsendum,“ segir Guðbjartur. Kjaradeila Herjólfs við hluta starfsmanna er óleyst hjá ríkissáttasemjara.
Vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins er í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verður hraðað eins og kostur er, segir í fréttatilkynningu.