Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Nýr forsætisráðherra í Líbanon

31.08.2020 - 11:34
Erlent · Asía · Líbanon
Lebanese Prime Minister-Designate Mustapha Adib speaks to journalists at the Presidential Palace in Baabda, east of Beirut, Lebanon, Monday, Aug. 31, 2020. Adib told reporters his number one priority will be to quickly form a government able to implement crucial reforms to regain the trust of the Lebanese and international community. (AP Photo/Bilal Hussein)
Mústafa Adib, nýr forsætisráðherra Líbanons. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Tilkynnt var í Líbanon í morgun að Mustafa Adib, sendiherra landsins í Þýskalandi, yrði næsti forsætisráðherra. Hann heitir því að koma á fót nýrri umbótasinnaðri ríkisstjórn og leita til alþjóðasamfélagsins eftir efnhagslegum stuðningi.

Stjórnarkreppa hefur verið í Líbanon og helstu fylkingar gátu ekki komið sér saman um hvern ætti að skipa í embætti forsætisráðherra.

Það var ekki fyrr en í gær að Adib var nefndur sem mögulegur kandídat, en lagt var kapp á að skipa nýjan forsætisráðherra áður en Emmauel Macron, forseti Frakklands, kæmi til landsins, en hann er væntanlegur þangað í kvöld. Haft er eftir líbönskum embættismönnum að Macron hafi átt þátt í að miðla málum.

Macron ætlar á morgun að ræða við Adib og aðra stjórnmálaleiðtoga landsins á morgun um skelfilegt efnahagsástand og mótmæli síðustu mánuði, en mótmælendur hafa fordæmt gömlu valdaklíkuna í landinu og kenna henni um sprenginguna í höfninni í Beirút, fjórða þessa mánaðar sem jók enn á hörmungarnar í Líbanon.