Arftaki Abe valinn 14. september

31.08.2020 - 08:24
Erlent · Asía · Japan
epa08631121 Japanese Prime Minister Shinzo Abe walks after delivering a press conference at the prime minister official residence in Tokyo, Japan, 28 August 2020. Prime Minister Shinzo Abe announced his resignation due to health concerns.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON / POOL
Shinzo Abe, fráfarandi forsætisráðherra Japans. Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Leiðtogakjör verður í Frjálslynda lýðræðisflokknum í japan 14. september, en þar á að kjósa arftaka Shinzo Abe, forsætisráðherra, sem ætlar að láta af embætti vegna veikinda.

Fjórir eru taldir líklegastir til að taka við af Abe. Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur mest fylgi meðal landsmanna samkvæmt nýrri könnun, en hann er ekki talinn eiga nægan stuðning innan flokksins.

Aðrir eru Yoshihide Suga, helsti talsmaður japönsku stjórnarinnar og eins konar framkvæmdastjóri hennar, Taro Kaon, núverandi varnarmálaráðherra, og Fumio Kishida, fyrrverandi utanríkisráðherra. Abe er sagður vilja Kishida sem arftaka sinn.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi