Yfir 120 þúsund dauðsföll tengd COVID-19 í Brasilíu

30.08.2020 - 00:51
epa08626915 Passengers disembark from the train at Luz station, in downtown Sao Paulo, Brazil, 26 August 2020. Brazil, the country with the second most deaths and cases of coronavirus in the world, completes six months since it registered its first Covid-19 case. The country exceeded 116,000 deaths from Covid-19 and the total number of confirmed cases is close to 3.7 million.  EPA-EFE/Sebastiao Moreira
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Yfir 120 þúsund eru nú látnir í Brasilíu af völdum COVID-19 samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Ríflega 3,8 milljónir tilfella hafa greinst í landinu það sem af er. Yfir 900 dauðsföll af völdum sjúkdómsins voru skráð í Brasilíu síðasta sólarhring, en þau hafa verið um eitt þúsund á sólarhring vikum saman. 

Enn eru tilfellin langflest í Bandaríkjunum, rúmlega 6,1 milljón talsins. Nærri 187 þúsund eru látnir af völdum COVID-19 þar í landi samkvæmt hagtluvefnum Worldometers. Tilfellum fjölgar nú hraðast í Indlandi. Þar greindust nærri 80 þúsund síðasta sólarhring, og eru nú orðin rúmlega þrjár og hálf milljón talsins. Nærri 64 þúsund eru látnir þar.

Samkvæmt Worldometers eru tilfelli á heimsvísu samanlagt orðin fleiri en 25 milljónir. Nærri 17 og hálf milljón hafa náð sér, en alls hafa nærri 850 þúsund látið lífið af COVID-19 á heimsvísu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi