Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Verjandi Chauvin krefst frávísunar

epa08484038 People march over the Brooklyn Bridge during a Black Lives Matter protest against police brutality as part of the larger public response to the recent death of George Floyd, an African-American man who died while in the custody of the Minneapolis police, in New York, New York, USA, 13 June 2020. There have been wide spread protests following Floyd?s death, which was captured in a cell phone video where a police officer, who has now been charged with murder, is kneeling on Floyd's neck while he is saying 'I can't breathe'.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Verjandi fyrrverandi lögreglumannsins Derek Chauvin, sem varð Bandaríkjamanninum George Floyd að bana í maí, krefst þess að dómari vísi ákærum á hendur Chauvin frá. Fréttastofa CNN hefur eftir málsskjölum að verjandi Chauvins telji ekki nægar sannanir til að styðja við ákærur vegna morðs af annarri eða þriðju gráðu eða annarrar gráðu manndráp.

Saksóknarar segja á móti að Floyd hafi verið drepinn á svo hrottafenginn hátt að þyngja eigi refsingar yfir Chauvin og hinum þremur lögreglumönnunum sem tóku þátt í aðgerðinni.

Floyd lést 25. maí eftir að Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi Floyd í um átta mínútur. Hinir þrír lögreglumennirnir stóðu hjá og héldu vegfarendum frá. Þeir eru ákærðir fyrir aðild sína að dauða Floyd. Allir fjórir voru reknir úr lögreglunni í Minneapolis.

Mál Floyds varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum, sem sér ekki fyrir endann á. Þar er þess krafist að kerfisbundnu misrétti í garð svartra Bandaríkjamanna lynni.