Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Mjög stór miðaldaskáli finnst á Hrafnseyri

Drónamyndatökur og notkun hitamyndavélar í dróna leiddu í ljós mikið af minjum sem ekki var vitað um í Arnarfirði  og líka  staðsetningu á minjum sem getið var í heimildum en staðsetning  hafði verið nokkuð á huldu.
 Mynd: Margrét Hrönn Hallmundsdóttir
Drónamyndatökur og notkun hitamyndavélar í dróna leiddu í ljós mikið af minjum sem ekki var vitað um í Arnarfirði á Vestfjörðum. Sömuleiðis hafa fundist minjar sem getið var í heimildum en staðsetning hafði verið nokkuð á huldu.

Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Drónamyndatökur og notkun hitamyndavélar í dróna leiddu í ljós mikið af minjum sem ekki var vitað um í Arnarfirði. Jafnframt hefur tekist að finna minjar sem getið var í heimildum en staðsetning þeirra hafði verið nokkuð á huldu.

Mynd með færslu
 Mynd: Margrét Hallmundsdóttir

Hlé var gert á fornleifarannsóknum í Arnarfirði síðasta fimmtudag eftir gjöfult sumar. Uppgreftri var lokið á skála á Auðkúlu en uppgröfur á honum hófst árið 2017 og í sumar var grafið upp jarðhýsi framan við skálann.

Fornleifauppgröftur við Auðkúlu og Hrafnseyri.
 Mynd: Margrét Hallmundsdóttir

Í jarðhýsinu uppgötvaðist stór ofn með eldsprungnum steinum. Í skálanum sem er 23 metrar að lengd er hefðbundinn langeldur. Enn á eftir að grafa niður á smiðju, fjós og þrjú önnur hús sem talið er að gætu tengsl járnvinnslu á svæðinu. Skammt undan er talið að annan skála sé að finna.

created by dji camera
 Mynd: Margrét Hallmundsdóttir

Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur sem stýrir rannsókninni segir í samtali við fréttastofu RÚV að árið 2013 hafi fundist fornminjar frá 9. og 10. öld á Hrafnseyri.

Jörðin geymir fleira

Þar fannst einnig gamall öskuhaugur og jarðhýsi. Það leiddi líkur að því að skáli væri skammt undan og fundust vísbendingar um skálann árið 2019 með borkjarnarannsókn sem var svo staðfest með könnunarskurðum í sumar. Skálinn er að sögn Margrétar mjög stór, gólf er á að minnsta kosti sautján metra kafla.

created by dji camera
 Mynd: Margrét Hallmundsdóttir

Skálabyggingar héldust í mörg hundruð ár en tóku breytingum og þróuðust um aldir segir Margrét, burstabærinn íslenski er tiltölulega nýr. Skálinn á Eiríksstöðum sýnir vel þá tilgátu sem fornleifafræðingar og aðrir hafa um byggingarlag skála Íslandi.

created by dji camera
 Mynd: Margrét Hallmundsdóttir

Margrét segir fé til fornleifarannsókna af mjög skornum skammti á Íslandi, aðeins séu um 40 milljónir til skiptanna, sem sé fáránlega lág fjárhæð miðað við umfang fornleifa í landinu.

created by dji camera
 Mynd: Margrét Hallmundsdóttir