Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Haustlegt veður með slyddu til fjalla í næstu viku

30.08.2020 - 08:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Spáð er vaxandi suðaustanátt með rigningu um sunnan- og vestanvert landið í dag. Reikna má með 10 til 15 m/s í jöfnum vindi síðdegis en hvassari vindi og vindstrengjum undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi. Gul viðvörun tekur gildi á norðurhluta Snæfellsness klukkan þrjú í dag.

Hiti verður víða á bilinu 9 til 13 stig. Á Norðausturlandi getur hiti náð 18 stigum og þar verður bjartara yfir en á sunnan- og vestanverðu landinu.

Á mánudag má búast við suðlægum áttum og vætu víðast hvar. Áfram verður hlýtt á norðaustanverðurlandi og úrkoma lítil.

Seinni hluta vikunnar er hins vegar útlit fyrir að öllu haustlegra veður ryðji sér rúms. Kólna mun í veðri og stefnir í hraustlega úrkomu á Norðurlandi, sem fellur að hluta til sem slydda til fjalla.

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV