Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Frímann fær áfall yfir „djúpu“ á Sauðárkróki

Mynd: RÚV / RÚV

Frímann fær áfall yfir „djúpu“ á Sauðárkróki

30.08.2020 - 13:30

Höfundar

Þrír vaskir Sauðkrækingar tóku vel á móti aðkomumanninum Frímanni og sungu fyrir hann lag sveiflukóngsins Geirmundar Valtýssonar, Nú er ég léttur, sem er eitt einkennislaga bæjarins. Frímann kynntist líka og smakkaði djúpsteika pylsu með frönskum kartöflum, eða „djúpu“ eins og hún er kölluð á Króknum og varð ekki um sel.

Menningarrýnirinn og rithöfundurinn Frímann Gunnarsson heimsótti Sauðárkrók á ferð sinni um landið og var vel tekið af heimamönnum. Þar voru honum kynntir ýmsir siðir og venjur bæjarbúa sem Frímanni leist illa á. Hann var feginn að komast burt en þá tók síst betra við. 

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Frímanns á Sauðárkróki í þættinum Smáborgarasýn Frímanns sem er á dagskrá RÚV í kvöld kl. 19:45.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Fólk á landsbyggðinni ekki eins smávaxið og talið var

Sjónvarp

„Notaðirðu vinnuferð RÚV til að plögga bókinni?“