Slasaðist á Leggjabrjóti

29.08.2020 - 16:47
Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Göngumaður slasaðist á ferð um Leggjabrjót upp úr hádegi. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita og sjúkraflutningamanna klukkan hálf tvö sem fóru á vettvang. Að lokum var kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti göngumanninn á slysadeild og lenti við Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan hálf fimm.

Leggjabrjótur er fimmtán kílómetra löng gönguleið milli Hvalfjarðar og Þingvalla.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi