Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Ungur drengur meðal látinna í miklu óveðri í Melbourne

28.08.2020 - 08:12
Erlent · Ástralía · Óveður · Eyjaálfa · Veður
epaselect epa08630682 A fallen tree and power lines are seen on a damaged car along Kaola Street in Belgrave, Melbourne, Victoria, Australia, 28 August 2020. Fallen trees from wild winds have killed three people in Victoria overnight, including a 4-year-old boy.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Þrír dóu, þar á meðal fjögurra ára drengur, í miklu óveðri í Melbourne í Ástralíu í gær. Björgunarsveitir stóðu í ströngu við að koma á rafmagni og vatni til þúsunda heimila eftir að veðrið var gengið yfir.

Drengurinn sem lést var í göngutúr með föður sínum og systur þegar tré féll á hann. Farið var með hann á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hans. Faðirinn slapp án teljandi meiðsla og systirin slapp alveg.

Talið er að það taki einhverja daga að hreinsa upp eftir storminn, en yfir tvö þúsund beiðnir um aðstoð bárust björgunarsveitum. Flest sneri það að trjám sem rifnuðu upp með rótum.

Útgöngubann er í gildi í Melbourne vegna kórónuveirufaraldursins. Yfir 25 þúsund smit hafa greinst í landinu og andlát eru 584.