Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Telja sig vita af hverjum líkið er

28.08.2020 - 11:58
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti í samtali við að búið væri að bera kennsl á lík sem fannst neðan við Hólahverfi í Breiðholti í síðustu viku.

Gunnar segir að ekki sé tímabært að gefa upp nánari upplýsingar um hver maðurinn er, enda er málið enn í rannsókn. „Það á eftir að staðfesta þetta hundrað prósent,“ segir hann. 

Vegfarandi gekk fram á líkið í rjóðri neðan við Erluhóla á fimmtudaginn í síðustu viku. Ekki var lýst eftir manninum en sennilegt er að töluverður tími sé síðan hann lést. Ekki er talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. 

Málið hefur verið á borði miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar en ekki náðist í lögregluþjóna deildarinnar við gerð fréttarinnar. 

Uppfært klukkan 13:30

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að kennslanefnd hafi ekki lokið störfum sínum og málið sé enn í rannsókn. Því sé ekki hægt að staðfesta neitt um af hverjum líkið er á þessari stundu.

Fréttin var uppfærð í kjölfar þessara upplýsinga og fyrirsögn breytt.