Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Réttað yfir sökunautum Charlie Hebdo-árásarmanna

28.08.2020 - 15:24
epa04552008 Workers install a poster reading 'Je suis Charlie' (I am Charlie) on the Palais des Festivals facade, in Cannes, France, 09 January 2015. Ten journalists and two policemen were killed on 07 January in a terrorist attack at the
 Mynd: EPA
Réttað verður yfir fjórtán einstaklingum sem grunaðir eru um aðild að Charlie Hebdo-árásunum í París 2015 á miðvikudaginn í næstu viku. Reuters greinir frá þessu.

Í janúar 2015 réðust bræðurnir Saïd og Chérif Kouachi inn á skrifstofur franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo og hófu þar skothríð. Ellefu starfsmenn blaðsins létu lífið auk lögreglumanns. Í kjölfar árásanna lögðu bræðurnir á flótta og upphófst blóðug atburðarrás. Tveimur dögum eftir árásirnar skaut lögregla bræðurna til bana eftir að hafa setið um þá við prentsmiðju í bænum Dammartin-en-Göle, norðaustur af París. 

Amedy Coulibaly, samverkamaður bræðranna, var einnig skotinn af lögreglu eftir að hann myrti fjóra gísla í matvöruverslun fyrir gyðinga í austurhluta Parísar.

epa08628635 A view of the courtroom in which the Charlie Hebdo terror attack trial will be held at the courthouse in Paris, France, 27 August 2020. The trial will be held from 02 September to 10 November 2020. The Charlie Hebdo terrorist attacks in Paris happened on 07 January 2015, with the storming of armed Islamist extremists of the satirical newspaper, starting three days of terror in the French capital.  EPA-EFE/YOAN VALAT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Réttarsalurinn í París, þar sem réttarhöldin munu fara fram.

Einstaklingarnir sem réttað verður yfir í næstu viku eru meðal annars ákærðir fyrir að hafa útvegað árásarmönnunum vopn og að fjármagna hryðjuverkasamtök. Að minnsta kosti þrír hinna ákærðu verða ekki viðstaddir réttarhöldin og hugsanlega er einn látinn. 

Meðal þeirra sem verður á sakamannabekknum á miðvikudag er Ali Riza Polat, sem grunaður er um að hafa aðstoðað árásarmennina við að safna vopnum. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, verði hann fundinn sekur. Réttarhöldin munu standa til 10. september.