Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók þátt í dansmyndbandi sem er liður í átakinu Dansað fyrir Duchenne. Hulda Björk Svansdóttir stendur fyrir átakinu til þess að vekja athygli á sjúkdómnum Duchenne sem er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem veldur ótímabærri hrörnun.