Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Forsætisráðherra dansaði fyrir Duchenne og fór á kostum

28.08.2020 - 17:18
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók þátt í dansmyndbandi sem er liður í átakinu Dansað fyrir Duchenne. Hulda Björk Svansdóttir stendur fyrir átakinu til þess að vekja athygli á sjúkdómnum Duchenne sem er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem veldur ótímabærri hrörnun.

Í ljós kemur að Katrín Jakobsdóttir er frábær dansari og sinnti hún þarna líkamsrækt dagsins, að eigin sögn, við lagið Double Trouble úr myndi Will Ferrels, Eurovision, fyrir þingfund. Katrín valdi lagið.

Í Facebook færslu Huldu Bjarkar með myndskeiðinu segir Hulda:

„Við erum henni afar þakklát að styðja okkur í þeirri vegferð að vekja athygli á Duchenne og sjaldgæfum sjúkdómum og svo er hún svona frábær dansari í þokkabót.“  Hún þakkar Katrínu þátttökuna og segir ekki veita af hjálpinni. 

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot
Hulda Björk og Ægir Þór voru í miklu stuði.