Færri fylgdust með Trump en Biden

epa08625921 US First Lady Melania Trump delivers her speech during the second night of the Republican National Convention, in the Rose Garden at the White House in Washington, DC, USA, 25 August 2020. Due to the coronavirus pandemic the Republican Party has moved to a televised format for its convention.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, flytur ræðu sína á landsfundi Repúblikanaflokksins. Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Um 23,8 milljónir Bandaríkjamanna fylgdust með stefnuræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta á lokakvöldi landsfundar Repúblikana, sem sýnd var í sjónvarpi.

Reuters fréttaveitan segir þetta vera nokkuð færri en fylgdust með stefnuræðu Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, vikuna á undan.

24,6 milljónir fylgdust með ræðu Biden. Reuters segir 25% færri hafa horft á ræðu Trump nú en fyrir fjórum árum, þegar 32,2 milljónir fylgust með stefnuræðunni.

Könnunin nær til áhorfenda á 13 sjónvarpsstöðvum. Tölurnar ná þó ekki yfir þá sem horfðu á ræður frambjóðendanna á netinu.

Lægri áhorfstölur má að hluta rekja til minna sjónvarpsáhorfs, sem og þess að landsþing flokkana fóru að stórum hluta fram á netinu vegna kórónuveirufaraldursins.

Landsfundur demókrata fékk meira áhorf alla dagana, utan annan dag landsfundarins þegar Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, og Mike Pompeo utanríkisráðherra fluttu sínar ræður.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi