Upplýsingafundur almannavarna 27. ágúst 2020

27.08.2020 - 13:57
Mynd: Almannavarnir / Almannavarnir
Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 14 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þar verður farið yfir stöðu faraldursins hér á landi.

Þær Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og Alma D. Möller landlæknir, fara yfir stöðu mála ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni.

Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á vefnum, í Sjónvarpinu og honum útvarpað á Rás 2.

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi