Tala látinna komin yfir 160 og enn leitað í rústum

27.08.2020 - 14:32
Erlent · Hamfarir · Afganistan · Asía
epa08626883 Afghan family members look for belongings after heavy floods in the Charikar city of Parwan province, Afghanistan, 26 August 2020. According to local officials, at least 78 people were killed and dozens wounded in heavy floods on 26 August that also destroyed hundreds of houses and roads.  EPA-EFE/HEDAYATULLAH AMID
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Björgunarfólk hélt í dag áfram að leita að fórnarlömbum flóðanna sem urðu í norðurhluta Afganistans í fyrrinótt. Flóðin riðu yfir þegar flestir voru enn í fastasvefni og hundruð bygginga hrundu. Tala látinna er komin yfir 160.

Verst er ástandið í Parwin-héraði þar sem um eitt þúsund fjölskyldur reiða sig nú á aðstoð. Á meðan enn er leitað á svæðinu hefur haldið áfram að rigna og hætta á að fleiri hús kunni að hrynja, ekki síst á afskekktum svæðum þar sem húsakostur er ekki góður.

Mikil úrkoma hefur einnig verið í nágrannaríkinu Pakistan að undanförnu og hafa yfir þrjátíu manns farist í flóðum þar á síðustu þremur vikum. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi