
Minnkandi skjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu
Skjáftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu hófst 19. júní og hefur því staðið á þriðja mánuð. Mun færri skjáftar mælast þar nú miðað við þegar mest var.
Hrinunni fyrir mynni Eyjafjarðar ekki lokið
Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir hrinunni þó ekki lokið. Þar hafi undanfarið mælst að meðaltali um 100 skjáftar á sólarhring, allir á bilinu einn til tveir að stærð og finnast varla í byggð. Síðast varð stór skjálfti fyrir mynni Eyjafjarðar 8. ágúst, 4,6 af stærð.
Virknin fer því upp og niður, að sögn Bjarka, og við einn stóran skjálfta komi alltaf eftirskjáftar, en svo minnki þetta hægt og rólega.
Aukin skjáftavirkni á Reykjanesi
Hann segir að öll áherslan sé á Reykjanesskaga sem stendur. Þar mældust þrír stórir skjáftar í gær við Fagradalsfjall, sá stærsti 4,2 og fjöldi smærri skjálfta í kjörfarið. Þar dró nokkuð úr virkninni í nótt en þó hafa um 280 skjálftar mælst frá miðnætti.