
Hundruð starfa auglýst - flest í félagsþjónustu
„Það vantar í þessum umönnunargeira og það vantar inn í heilbrigðisgeirann og eitthvað inn í leikskólana, sýnist mér. Ég held að skólarnir séu ágætlega settir sem er nýtt í nokkur ár,“ segir Unnur.
Atvinnuleysi mælist nú tæp 9% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Unnur segir að í ljósi þess ætti að vera auðvelt að manna flest laus störf, en bendir á að ekki geti allir farið í hvaða starf sem er. „Það er frekar einfalt að manna flest af þessum störfum, sýnist mér. Miðað við það hvað margir eru atvinnulausir. En málið er að fólk þarf að koma með störfin til Vinnumálastofnunar og óska eftir þjónustu okkar. Við erum alveg boðin og búin hér og höfum margoft reynt að vekja athygli á því að hér vinna bæði vinnumiðlarar og starfs- og námsráðgjafar sem eru til þjónustu reiðubúnir.“
Þannig að það hefur skort á að þið séuð látin vita af því að einhvers staðar séu störf á lausu? „Já, það má kannski segja það. Vegna þess að núna erum við til dæmis með 30 störf til miðlunar en hjá Reykjavíkurborg eru 60 störf laus. Við hefðum gjarnan viljað fá þau strax til okkar og við hefðum aðstoðað þá við að finna fólk í þessi störf.“