Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Gjaldþrotum virkra fyrirtækja fjölgaði um 42 prósent

27.08.2020 - 09:30
Skrifstofa Hagstofu Íslands.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Virk fyrirtæki sem fóru í gjaldþrot á tímabilinu apríl til júlí á þessu ári voru 42 prósentum fleiri en á síðasta ári. 285 fyrirtæki voru lýst gjaldþrota á tímabilinu og 153 þeirra voru virk á síðasta ári.

Hagstofa Íslands gefur út tölur um gjaldþrot virkra fyrirtækja, þar sem aðeins eru tekin inn í reikninginn fyrirtæki sem hafa haft umsvif síðustu misseri. Þetta er gert til að gefa skýrari mynd af raunverulegum áhrifum gjaldþrota á vinnumarkað og efnahagslíf.

40 virku fyrirtækjanna sem fóru í þrot á tímabilinu voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, 22 í heild- og smávöruverslun og viðgerðum, 46 í ferðaþjónustugreinum og 45 í öðrum atvinnugreinum. 

Fyrirtækin höfðu 1.320 starfsmenn í vinnu árið 2019. Um 530 störfuðu í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 550 í ferðaþjónustugreinum. Starfsfólk hjá fyrirtækjum sem urðu gjaldþrota á tímabilinu er helmingi fleira en á síðasta ári.

Mynd með færslu
 Mynd: Hagstofa Íslands
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV