Fellibylurinn Lára kominn að landi

27.08.2020 - 08:17
This GOES-16 GeoColor satellite image taken Wednesday, Aug. 26, 2020, at 4:50 p.m. EDT., and provided by NOAA, shows Hurricane Laura over the Gulf of Mexico. Hurricane Laura strengthened Wednesday into “an extremely dangerous Category 4 hurricane," The National Hurricane Center said.Laura is expected to strike Wednesday night into Thursday morning along the Louisiana-Texas border. (NOAA via AP)
Fellibylurinn Lára yfir Mexíkóflóa í gær. Mynd: ASSOCIATED PRESS - NOAA
Fellibylurinn Lára er kominn að landi í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum, skammt frá olíubænum Port Arthur. Mikil úrkoma fylgir fellibylnum og er búist við sjávarflóðum við strendur Louisiana og Texas.

Talið er að sjór kunni að berast allt að 65 kílómetra inn í land í Louisiana þar sem lítil sé fyrirstaða. Mikill viðbúnaður er víða í Louisiana þar á meðal í borginni New Orleans, þar sem fellibylurinn Katrina fór yfir árið 2005 og olli manntjóni og miklum flóðum.  

Bæði í Louisiana og Texas hafa margir flúið strandhéruð í öruggt skjól. Björgunarsveitir eru þegar farnar af stað og þjóðvarðlið hefur verið kallð út til aðstoðar.

Íbúar í Louisiana kepptust við að leggja borð fyrir glugga í gær, áður en fellibylurinn náði landi.
Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi