Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Táningur handtekinn vegna skotárása

26.08.2020 - 19:41
Mynd: EPA-EFE / EPA
17 ára unglingur var í dag handtekinn í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, grunaður um að hafa skotið tvo mótmælendur til bana í nótt. Mikil mótmæli hafa verið í borginni síðan á sunnudag er lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan mann, Jacob Blake, sjö skotum í bakið. Lögmaður hans hefur lýst því yfir að Blake sé lamaður eftir skotin.

Skotið var á þrjá mótmælendur í nótt. Tveir þeirra létust en sá þriðji er alvarlega særður en ekki í lífshættu. 

Nokkuð hefur verið um skemmdarverk í mótmælunum og hefur verið kveikt í húsum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ákvað í dag að senda þjóðvarðlið og alríkislögreglumenn til borgarinnar.