Sex innanlandssmit - þar af fjögur í sóttkví

26.08.2020 - 11:03
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhann Bjarni Kolbeinsson - RÚV
Sex voru greind með COVID-19 smit innanlands í gær. Af þeim voru fjögur í sóttkví. Þrjú þeirra sem fóru í skimun á landamærunum í gær bíða eftir mótefnamælingu.

115 eru í einangrun hér á landi vegna veirunnar og 990 í sóttkví, einu fleira en í gær. Einn er á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins en enginn á gjörgæslu.

800 sýni voru tekin á vegum veirufræðideildar Landspítala í gær, 71 á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og 1.979 sýni voru tekin á landamærum. 

 

 
annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi