Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Kim hvetur til aukinna forvarna gegn veirunni

26.08.2020 - 11:58
epa08093382 A photo released by the official North Korean Central News Agency (KCNA) on 29 December 2019 shows North Korean leader Kim Jong-un presiding over the Third Enlarged Meeting of the Seventh Central Military Commission of the Workers' Party of Korea, in Pyongyang, North Korea.  EPA-EFE/KCNA   EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: epa
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hvatti til aukinna forvarna gegn kórónuveirunni á fundi framkvæmdastjórnar Verkamannaflokksins þar í landi í morgun.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ekki staðfest nein kórónuveirusmit í landinu, en leiðtoginn gaf í skyn í síðasta mánuði að veiran hefði borist til landsins. Á fundinum í morgun voru einnig ræddar aðgerðir til að koma í veg fyrir stórfellt tjón af völdum fellibylsins Bavi sem búist er við að fari yfir landið á næstu dögum.

Óttast er að matvælaframleiðsla skerðist vegna úrhellis og flóða. Verkamannaflokkurinn í Norður-Kóreu hefur boðað til landsþings á næsta ári til að afgreiða nýja fimm ára efnahagsáætlun fyrir landið.