Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Ísraelsmenn ráðast á Hisbollah og Hamas

epa07991080 An Israeli F-35 fighter jet takes off during the joint Air Forces drill 'Blue Flag' at the Ovda Air Force Base in the Negev Desert, southern Israel, 11 November 2019 (issued 12 November 2019). Soldiers from the United States, Germany, Italy and Greece, along with Israel, are taking part in the biennial drill that aims to improve cooperation between the countries air forces  EPA-EFE/ABIR SULTAN
Ísraelsk orrustuþota. Mynd: EPA-EFE - EPA
Ísraelski flugherinn gerði loftárásir í Líbanon og á Gaza-ströndinni í morgun. Spenna hefur farið þar vaxandi undanfarnar vikur. 

Ísraelskar þyrlur og orrustuþotur réðust i nótt á varðstöðvar Hisbollah-samtakanna í Líbanon eftir að skotið var yfir landamærin á ísraelska hermenn. Engan Ísraelsmann sakaði, en ekki hafa borist viðbrögð frá Hisbollah-samtökunum. 

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í morgun að brugðist yrði við af enn meiri hörku yrði áfram skotið á Ísrael frá Líbanon.

Í síðasta mánuði sökuðu Ísraelsmenn Hisbollah um að hafa ætlað að senda menn í árásarferð yfir landamærin, en samtökin vísuðu því á bug.

Ísraelsmenn gerðu einnig í morgun loftárás á byggingu í eigu Hamas-samtakanna á Gaza-ströndinni, en þar hefur spennan einnig aukist undanfarnar vikur.

Egyptar hafa reynt að miðla málum og nú hafa stjórnvöld í Katar einnig sent mann út af örkinni í þeim tilgangi.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV