Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Will Smith í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt

epaselect epa06687949 US actor Will Smith greets fans in Cartagena, Colombia, 23 April 2018. Smith visits the Colombian city for the shooting of the movie Gemini Man, directed by Ang Lee.  EPA-EFE/RICARDO MALDONADO ROZO
 Mynd: EPA - RÚV

Will Smith í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt

25.08.2020 - 16:34

Höfundar

Bandaríska stórstjarnan Will Smith er í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt sem hann er með í smíðum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sést hefur til Smith fyrir norðan. Framleiðslufyrirtækið Truenorth er leikaranum innan handar. Tökuliðið fylgir ströngum sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins.

Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvaða þættir þetta eru sem eru í tökum hér á landi en Smith hefur síðustu ár gert þættina Buckett List og Off the Deep End. 

Smith er einn allra frægasti leikari Hollywood. Hann sló í gegn í sjónvarpsþáttunum The Fresh Prince of Bel-Air og varð síðan stjarna eftir leik sinn í hasarmyndunum Independence Day og Men in Black. 

Hann var tilnefndur til bæði Golden Globe og Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í  The Pursuit of Happyness. Smith er giftur leikkonunni Jödu Pinkett-Smith.