Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Spánverjar kalla út herlið vegna útbreiðslu COVID-19

25.08.2020 - 15:23
epa08624522 A health worker inform people queuing at a Health Center in Canovellas, Barcelona, Spain, where a massive PCR screening test is being carried out 25 August 2020, in order to detect asymptomatic COVID-19 cases.  EPA-EFE/Quique Garcia
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í dag að herlið yrði sent út til aðstoðar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ekki þó til að ráðast gegn veirunni sjálfri, heldur til þess að ná til þeirra sem óttast er að hafi smitast.

Faraldurinn hefur náð flugi á Spáni á ný, en nærri 29 þúsund manns hafa látist úr COVID-19 í landinu og um 400 þúsund smitast. Sérfræðingar hafa bent á að illa gangi að rekja smit í landinu og þess vegna sé veiran að breiðast hratt út á ný. Um tvö þúsund hermenn eiga að bregðast við því með því að aðstoða við rakningu og ná til fólks.

Sánchez sagði á fréttamannafundi í dag að þrátt fyrir að það sé áhyggjuefni hvað veiran sé að breiðast hratt út á ný, þá sé staðan nú fjarri því jafn slæm og hún var í mars.

„Við getum ekki látið faraldurinn yfirtaka líf okkar á ný. Við verðum að taka sjálf í tauminn og hemja þessa aðra bylgju“