Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mikill samdráttur í starfsemi Qantas

epa08616191 Passengers arrive at Heathrow Airport in London, Britain, 21 August 2020. British Secretary of State for Transport Grant Shapps has rejected the idea of quarantining for arrivals from regions of countries. The UK government has added Croatia and Austria to its fourteen day quarantine on travellers arriving from those countries, while Portugal has been omitted from the list.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ástralska flugfélagið Qantas segir upp 2500 starfsmönnum til viðbótar við þau 6000 sem það áður hafði sagt upp.

Að sögn Andrew David yfirmanns innanlandsdeildar félagsins nemur starfsemi þess aðeins fimmtungi þess sem var áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.

Um 200 flugvélar félagsins standa ónotaðar á jörðu niðri. David kveðst telja að þörfin fyrir flugferðir taki miklum breytingum að faraldrinum yfirstöðnum.

Miklar ferðatakmarkanir eru nú innan Ástralíu vegna faraldursins og stjórnvöld segjast ekki munu opna landamærin fyrr en bóluefni finnst gegn Covid-19.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV