Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Yfirheyra Nóbelsverðlaunahafa vegna mótmæla

24.08.2020 - 17:18
epa06759037 (FILE) Belarussian writer Svetlana Alexievich, during a press conference presenting her book 'Chernobyl Prayer' which has won her the 2015 Nobel Prize in Literature, Kiev, Ukraine, 07 April 2016 (reissued 24 May 2018). Svetlana Alexievich will celebrate her 70th birthday on 31 May 2018.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
Svetlana Alexievich, rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi. Mynd: Roman Pilipeyr - EPA
Lögreglan í Hvíta-Rússlandi hefur boðað Nóbelsverðlaunahafann Svetlönu Alexievich til yfirheyrslu á miðvikudag vegna fjölmennra mótmæla gegn Lukasjenko forseta síðustu daga. Hún á sæti í samhæfingarráði andstæðinga forsetans sem hefur það markmið að koma honum frá völdum á friðsamlegan hátt.

Tveir aðrir úr ráðinu voru handteknir fyrr í dag, verkfallsleiðtogi verksmiðjustarfsmanna og náin samstarfskona Svetlönu Tíkanovskaju, forsetaframbjóðanda. Þeim er gefið að sök að hafa boðað til ólöglegra verkfalla og mótmæla. Tugir þúsunda komu saman í miðborg Minsk í gær og kröfðust þess að forsetinn fari frá. 

Rithöfundurinn Alexievich er 72 ára gömul og er stuðningsmaður Tíkanovskaju. Hún hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2015 og er meðal annars þekkt fyrir viðtalsbók sína við konur sem gegndu herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni. Þá hefur hún skrifað um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl og innrás Sovétmanna í Afganistan.

Fyrrum menningarmálaráðherra Hvíta-Rússlands, Pavel Latushko, sem einnig á sæti í samhæfingarráðinu, hefur verið boðaður til yfirheyrslu á morgun. 

epa08620790 A poster with a portrait of Belarusian opposition candidate for President is seen, as people attend a protest against the results of the presidential elections in Minsk, Belarus 23 August 2020. Opposition in Belarus alleges poll-rigging and police violence at protests following election results claiming that president Lukashenko had won a landslide victory in the 09 August elections.  EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH
 Mynd: Tatyana Zenkovich - EPA

Ekkert lát er á mótmælum gegn framkvæmd forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi 9. ágúst. Yfirvöld lýstu því yfir að Lukasjenko hafi fengið um 80 prósent atkvæða en almenningur telur það útilokað og krefst þess að kosið verði á ný. 

Tikhanovskaja kvartaði til yfirvalda daginn eftir kosningarnar og neyddist í kjölfarið til að flýja land. Hún dvelur í nágrannaríkinu Litháen. Í dag átti hún fund með Stephen Biegun, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á fundinum fordæmdi hann ofbeldið sem lögregla hefur beitt mótmælendur. Tikanovskaya sagði á fundinum að Lukasjenko hafi hvorki stuðning Hvít-Rússa né alþjóðasamfélagsins.