Uggur vegna heilsu Abes forsætisráðherra Japans

epa08347517 Japanese Prime Minister Shinzo Abe declares a state of emergency during a meeting of the task force against the novel coronavirus and COVID-19, at the prime minister's official residence in Tokyo, Japan, 07 April 2020. Prime Minister Abe declared a state of emergency in Japan amid an increase of coronavirus and COVID-19 infection cases.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON / POOL
Abe kynnir neyðarráðstafanir á fundi með vinnuhópi um COVID-19 í Tókýó í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Forsætisráðherra Japans Shinzo Abe er sagður orðinn afar uppgefinn eftir baráttu ríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldurinn.

Landar forsætisráðherrans hafa verulegar áhyggjur af heilsufari hans eftir að hann var daglangt í læknisrannsókn fyrir réttri viku. Nú í morgun, að japönskum tíma, fór Abe aftur á sjúkrahúsið til að fá niðurstöður sínar.

Frá þessu greinir ónefndur heimildamaður innan ríkisstjórnar Japans. Fjölmiðlar landsins hafa velt mjög fyrir sér heilsu þessa þaulsætnasta forsætisráðherra landsins, sem orðinn er 65 ára. Þeim hefur orðið tíðrætt um að hann fari afar hægt yfir og uppi er orðrómur að hann hafi hóstað upp blóði á skrifstofu sinni.

Heilbrigðisráðherra Japans Katsunobu Kato kveðst þó engar áhyggjur hafa. Aðeins sé um reglubundið eftirlit með heilsu Abes að ræða, hann hugsi vel um sig og fari tvisvar á ári til að kanna líkamlegt ástand sitt.

Annar nákominn samstarfsmaður Abes, Akira Amari segist óttast að forsætisráðherrann sé haldinn síþreytu vegna mikils álags við baráttuna gegn Covid-19 í Japan.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi