Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

„Trump er miskunnarlaus og grimmur“

Mynd: Twitter / Skjáskot
Donald Trump hefur engin prinsipp og honum er ekkert heilagt, segir systir hans í upptökum sem birtar voru um helgina. Maryanne Trump Barry er eldri systir forsetans og fyrrverandi alríkisdómari. Hún gagnrýnir bróður sinn harkalega og segir hann hugsjónalausan með öllu. Hann hafi engin grunngildi og hugsi eingöngu um sig sjálfan.

Þessi djöfulsins tíst forsetans og lygar á lygar ofan, segir systir hans í upptökunum sem birtar voru um helgina. Hún segir að sögur hans taki stöðugt breytingum, hann sé iðulega tvísaga og alltaf óundirbúinn. Lýgur endalaust, segir hún og blótar svo hressilega í kjölfarið. Á öðrum stað segir hún að Donald Trump sé falskur loddari. Grimmdin eigi sér engin takmörk. Donald Trump sé einfaldlega miskunnarlaus og grimmur.

FILE - In this Nov. 3, 1999, file photo, Robert Trump, left, joins then real estate developer and presidential hopeful Donald Trump at an event in New York. President Donald Trump's younger brother, Robert Trump, a businessman known for an even keel that seemed almost incompatible with the family name, died Saturday night, Aug. 15, 2020, after being hospitalized in New York, the president said in a statement. He was 71. The president visited his brother at a New York City hospital Friday after White House officials said Robert Trump had become seriously ill. (AP Photo/Diane Bonadreff, File)
 Mynd: AP
Robert Trump og Donald Trump

Það var frænka hennar, Mary Trump, sem tók leynilega upp fimmtán klukkustundir af viðtölum við systur forsetans þegar hún var að undirbúa útgáfu bókar um frænda sinn Donald Trump. Bókin kom út á dögunum og heitir „Of mikið og aldrei nóg. Hvernig fjölskyldan skapaði hættulegasta mann veraldar.“ Upptökurnar eru frá því í fyrra og hittifyrra. Í upptöku frá 2018 segir systirin að hún hafi orðið æf þegar hún heyrði bróður sinn, forsetann, í viðali á Fox sjónvarpsstöðinni, tala um að hún yrði sett yfir landamæravörsluna þar sem börn voru skilin frá foreldrum sínum. Hún segist fyrirlíta aðgerðir hans. Trúað fólk geri ekki svona svívirðu, en bætir því við að hann hafi verið með þessu að friðþægja kjarnakjósendur sína.

Trump aldrei lesið nokkurn skapaðan hlut

Maryanne Trump Barry er fyrrverandi alríkisdómari og hefur meðal annars dæmt í málum um innflytjendur. Hún fullyrðir að Donald Trump hafi aldrei lesið um skoðanir hennar á málum innflytjenda. Eldri systir forsetans fullyrðir reyndar að Donald Trump hafi aldrei lesið nokkurn skapaðan hlut.

President Donald Trump and first lady Melania Trump watch as the casket of Robert Trump is carried out of the White House after a memorial service, Friday, Aug. 21, 2020, in Washington. (AP Photo/Evan Vucci)
 Mynd: AP News
Útför Robert Trump

Maryanne segist hafa reynt að koma Donald Trump inn í skóla en án árangurs. Í bókinni er fullyrt að með réttu hefði Donald Trump ekki átt að komast inn í skóla og aðrir hafi tekið inntökupróf fyrir hann. Maryanne Trump Barry fullyrðir að Donald Trump hafi ekki sjálfur tekið inntökuprófið sem greiddi honum götuna inn í háskólann í Pennsylvaníu. Í upptökunum nafngreinir hún þann sem tók inntökuprófið fyrir Donald Trump. Það hafi verið æskuvinur hans, Joe Sapiro, sem nú er látinn og því ekki til frásagnar. Eldri systir forsetans segir að Donald Trump hafi borgað vini sínum fyrir að taka inntökuprófið fyrir sig.

Upptökurnar í Washington Post

Upptökurnar birtust í Washington Post um helgina og síðan hjá Associated Press. Upptökurnar komu fram í dagsljósið degi eftir að minningarathöfn var haldin í Hvíta húsinu um bróður þeirra Donalds og Maryanne Trump. Robert Trump lést á sjúkrahúsi 15. ágúst.

epa08113535 Protestors participate in the 'No War with Iran' demonstration in San Francisco, California, USA, 08 January 2020. The demonstration follows a US drone strike that killed Iranian military General Qassem Soleimani and later an Iranian retaliation missile strike on US bases in Iraq.  EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO
Versnandi samskiptum Írans og Bandaríkjanna hefur verið mótmælt víða um heim að undanförnu. Þessi mynd er frá mótmælafundi í San Francisco. Mynd: EPA-EFE - EPA

„Of mikið og aldrei nóg. Hvernig fjölskyldan skapaði hættulegasta mann veraldar,“ kom út fyrir nokkrum vikum. Margir hafa efast um sannleiksgildi þess sem fram kemur í bókinni. Hvergi í bókinni kemur fram að Mary Trump hafi tekið upp samtöl sín við Maryanne Trump Barry en upptökur af þeim og útskrift af þeim viðtölum voru opinberuð um helgina. Mary Trump sagði um helgina að hún hefði tekið samtöl sín upp við Maryanne á árunum 2018 og 2019 en slíkar upptökur eru löglegar í New York. Hún þakkar reyndar frænku sinni sérstaklega fyrir gagnlegar upplýsingar sem hún hafi veitt.

Hugsar ekki um neitt annað en sjálfan sig

Á upptökunum segir Maryanne að Donald Trump hugsi ekki um neitt annað en sjálfan sig. Hann sé stöðugt að gorta sig af því að hafa hjálpað eldri systur sinni í stóru sem smáu en því hafnar hún alfarið. Segir að Donald Trump hafi aldrei gert nokkurn skapaðan hlut fyrir sig og sjálf hafi hún lagt sig í líma við að biðja hann aldrei um neitt.

epa08621540 (FILE) -  US Republican presidential nominee Donald Trump (C-L) poses with campaign manager Kellyanne Conway (C-R) on stage at his 2016 US presidential Election Night event as votes continue to be counted at the New York Hilton Midtown in New York, New York, USA, 08 November 2016 (reissued 24 August 2020). Counselor to the President Kellyanne Conway has announced that she will leave the White House at the end of August 2020.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kellyanne Conway og Donald Trump

 

Mark Meadows, starfsmannastjóri eða æðsti yfirmaður starfsliðs Hvíta hússins, segir sorglegt að Mary hafi á laun tekið upp fimmtán klukkustundir af spjalli við frænku sína, til þess eins að koma höggi á forsetann. Það sem fram komi á þessum fimmtán klukkustunda upptökum passi engan veginn við þann forseta sem hann starfi með. Hann bætir því reyndar við að hann hafi aldrei hitt systur forsetans, Maryanne. Hann hafi vonast til að hitta hana við útför bróður þeirra en hún hafi ekki látið sjá sig. Í viðtali á Fox sagði hann fráleitt að forsetinn væri illa undirbúinn eða lítt lesinn, hann væri stöðugt lesandi alls kyns gögn. Mark Meadows segir að Mary sé einfaldlega sár og reið yfir því að hafa verið strikuð út úr erfðaskrá föður forsetans og vilji ekkert frekar en að gera Joe Biden að forseta Bandaríkjanna.

Trump er hjartanlega sama

Donald Trump hefur farið mikinn á Twitter og vísar öllum ásökunum í sinn garð á bug. Hann segir að nýjar ásakanir séu grafnar upp á hverjum degi og honum sé hjartanlega sama. Í yfirlýsingu sagðist hann sakna bróður síns og að hann ætli að halda áfram að vinna vel í þágu þjóðar sinnar. Í yfirlýsingunni segir Trump að Bandaríkin séu nú að öðlast fyrri styrk og innan tíðar verði Bandaríkin sterkari en nokkru sinni fyrr.