Fyrsta stiklan úr nýrri Batman-mynd

Mynd með færslu
 Mynd: Warner Bros - Batman

Fyrsta stiklan úr nýrri Batman-mynd

24.08.2020 - 10:45
Matt Reeves sem leikstýrir nýjustu Batman-myndinni deildi kitlu úr myndinni um helgina. Robert Pattinson fer með hlutverk Batman og óhætt er að segja að aðdáendur séu virkilega spenntir.

Áætlað var að frumsýna myndina í júní 2021 en vegna COVID-19 er nú áætlað að frumsýna myndina í október 2021. Veiran hefur valdið töf á tökum myndarinnar og leikstjórinn sagði í samtali við fréttamiðilinn Variety Reports að aðeins væri búið að taka upp 30 prósent myndarinnar og að hann vonaðist til að hægt yrði að halda áfram tökum í september. Matt Reeves sagði einnig að myndin væri ekki könnun á uppruna Batman heldur væri fókusinn meira á fræga íbúa Gotham-borgar.  

Þetta er frumraun Roberts Pattinson sem Batman. Zoë Kravitz fer með hlutverk Selinu Kyle sem er betur þekkt sem Catwoman. Paul Dano fer með hlutverk The Riddler og Colin Farrell með hlutverk The Penguin.

Matt Reeves segir að hann hafi valið Robert Pattinson í hlutverk Batman vegna þess að hann sé mjög hæfileikaríkur, hann sé líka mikill aðdáandi Batman. Reeves segir að það hafi verið virkilega gaman að spjalla við Pattison um hlutverkið. Pattison hafi þar að auki rétta útlitið fyrir hlutverkið og Reeve segir að hann eigi eftir að leika áður óséðan Batman.