Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Fjöldamorðingi bíður dóms í Christchurch

epa08621225 Police stand guard before the trial of Brenton Tarrant, who was responsible for the March 2019 mosque shootings, at the High Court in Christchurch, New Zealand, 24 August 2020. Australian white supremacist Brenton Tarrant will be sentenced on 24 August for terrorism, 51 murders and 40 attempted murders for the attack he made on two mosques in Christchurch in 2019.  EPA-EFE/MARTIN HUNTER AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Dómsuppkvaðning yfir Brenton Tarrant sem varð 51 múslima að bana í tveimur moskum á Nýja Sjálandi á síðasta ári, er hafin í Christchurch.

BBC greinir frá þessu. Yfir sextíu þeirra sem lifðu af og aðstandendur þeirra sem dóu munu segja frá.

Tarrant sem er 29 ára Ástrali játaði sig sekan í mars á þessu ári. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun en svo þungur dómur hefur aldrei verið felldur á Nýja Sjálandi.

Vegna kórónuveirufaraldursins sitja tilheyrendur í sjö dómssölum. Mörg þeirra sem taka til máls ferðuðust um langan veg og hafa þurft að vera í tveggja vikna sóttkví.

Í kjölfar atlögu Tarrants í mars í fyrra var vopnalögum breytt á Nýja Sjálandi þannig að almenningi er bannað að eiga hálfsjálfvirk vopn.

Einnig er komið í veg fyrir að nokkur geti búið sér til þess háttar búnað. Ríkisstjórnin ákvað að greiða þeim sem skiluðu inn vopnum sínum andvirði þeirra.