Framlengja við Íslandsmeistarana

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Framlengja við Íslandsmeistarana

22.08.2020 - 14:30
Pétur Pétursson og Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfarar Vals, Íslandsmeistara kvenna í fótbolta, hafa framlengt samning sinn við félagið út sumarið 2022.

Pétur tók við þjálfun Vals-liðsins fyrir sumarið 2018 og Eiður var ráðinn inn samhliða honum ári síðar. Undir stjórn þeirra varð Valur Íslandsmeistari í fyrra án þess að tapa leik.

„Það er okk­ur sönn ánægja að til­kynna að knatt­spyrnu­deild Vals hef­ur fram­lengt samn­inga við Pét­ur Pét­urs­son og Eið Ben Ei­ríks­son um þjálf­un kvennaliðsins til loka tíma­bils­ins 2022,“ segir í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag.

Valskonur eru í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar með 22 stig eftir níu leiki, fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem er með fullt hús stiga.