Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Sendinefnd Samtaka Vestur-Afríku væntanleg til Malí

21.08.2020 - 15:03
epa08614274 Malian Colonel-Major Ismael Wague (C) the military junta spokesperson for the National Committee for the Salvation of the People (CNSP) during a press conference in Kati, Mali 19 August 2020 (issued 20 August 2020). Mali President Ibrahim Boubakar Keita resigned 19 August 2020 after he was seized by military on 18 August 2020.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fulltrúar Samtaka Vestur-Afríkuríkja eru væntanlegir til Malí á morgun laugardag. Tilgangurinn er sagður vera að koma á stjórnskipulegri reglu í landinu.

Talsmaður herforingjastjórnarinnar segist fagna sendinefndinni, áríðandi sé að eiga samtal við bræður sína.

Ibrahim Boubacar Keita forseta Malí var steypt af stóli í valdaráni hersins á þriðjudag. Assimi Goita ofursti er leiðtogi „Landsnefndar um frelsun þjóðarinnar“ sem hefur forsetann, Boubou Cisse forsætisráðherra og fleiri háttsetta embættismenn í haldi.

Goodluck Jonathan fyrrverandi forseti Nígeríu leiðir sendinefndina. Samtök Vestur-Afríkuríkja krefjast þess að Keita taki aftur við forsetaembættinu. Auk þess árétta þau ábyrgð herforingjastjórnarinnar á velferð þeirra sem eru haldi hennar.

Herforingjarnir segjast þegar hafa látið tvo af sautján föngum sínum lausa.