Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Öflugur skjálfti við Indónesíu

21.08.2020 - 09:06
epa07248828 An officer examines a seismograph at the Anak Krakatau volcano monitoring station in Carita, Banten, Indonesia, 26 December 2018. According to the Indonesian National Board for Disaster Management (BNPB), at least 429 people are dead and 1.459 others have been injured after a tsunami hit the coastal regions of the Sunda Strait.  EPA-EFE/ADI WEDA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Jarðskjálfti af stærðinni 6,9 varð í Bandahafi milli eyjarinnar Súlavesí og Litlu-Sundaeyja. Ekki hafa borist tilkynningar um manntjón eða verulegar skemmdir, en í borginni Kupang á eynni Tímor þusti fólk óttaslegið út á götur þegar skjálftinn reið yfir.

Upptök hans voru um um 220 kílómetra suður af Katabu á Súlavesí, um 600 kílómetra undir yfirborði jarðar. Fleiri en 4.000 manns fórust í öflugum skjálfta og flóðbylgju á Súlavesí fyrir tveimur árum. Sá skjálfti var 7,5 að stærð.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV