Kvikmyndin er frönsk og var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar. Hún fjallar um Amy, 11 ára, sem er föst á milli þess að fylgja þeim hefðbundnu gildum sem hún hefur alist upp við sem múslimi og þess að tilheyra internet-menningu sem hefur kyngert ungar stúlkur þegar hún ákveður að ganga til liðs við danshóp sem kallar sig „The Cuties.“